Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Umhverfisstefna Norðursiglingar

Bátar Norðursiglingar eru flestir endurbyggðir gamlir, íslenskir eikarbátar sem vegna framfara í tækni voru hættir að þjóna tilgangi sínum sem fiskibátar. Bátar Norðursiglingar hefðu því að öðrum kosti verið eyðilagðir. Eikarbátarnir eru einkar hljóðlegir og í umgengni við náttúruna er ávallt borin virðing fyrir lífríkinu, áhöfnin nálgast skepnur með varúð og með tilliti til þess að valda sem minnstri truflun. Lögð er áhersla á að hægja ferðina mikið áður en báturinn nálgast dýrin.

Að jafnaði er aðeins notaður hluti af vélarorku skipanna í sjóferðum til að minnka olíunotkun og þegar vindur er nægjanlegur má knýja seglskipin með vindi í stað véla.

 

Í upphafi hverrar vertíðar er starfsmönnum gefnar leiðbeiningar um áherslur félagsins í umhverfismálum. Brýnt er að notkun einnota umbúða og aðfanga hverskonar verði haldið í lágmarki. Þess í stað verða hér eftir sem hingað til notuð margnota ílát og vistvæn þvottaefni svo sem kostur er. Auk þess er leitast við að nota eins umhverfisvæn efni í viðhaldi og mögulegt er.

 

Eigendur Norðursiglingar standa ásamt fleiri Þingeyingum, Landgræðslu ríkisins og einkafyrirtækjum fyrir stórfelldri endurheimt fyrri landgæða meðal annars uppgræðslu Hólasands. Þessi verkefni mun Norðursigling styrkja eftir því sem félaginu vex fiskur um hrygg.


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld