Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Starfsfólk Norðursiglingar

StarfsfólkNorðursigling er fjölskyldufyrirtæki og yfirstjórn og rekstur er í höndum þriggja kynslóða. Auk þess hefur fyrirtækið verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa á að skipa traustum og góðum starfsmannahóp, sumir hafa starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi. Reynsla og þekking getur skipt sköpum þegar kemur að því að veita góða þjónustu en einnig hefur Norðursigling lagt mikinn metnað í þjálfun nýliða.

 

Starfsumhverfið er jákvætt og hvetjandi sem hefur gert það að verkum að starfsfólk snýr aftur sumar eftir sumar til þess að starfa hjá Norðursiglingu. Eðli málsins samkvæmt fjölgar starfsfólki töluvert yfir sumartímann þegar hvalaskoðunarvertíðin stendur sem hæst en þá er einnig mikilvægt að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Vel þjálfað og reynt starfsfólk er því ómetanlegt.

 

Yfir vetrartímann starfa að jafnaði um 53 manns við rekstur fyrirtæksins og viðhald báta en yfir sumartímann getur sú tala farið allt upp í 150 manns sem koma að ýmsum störfum. Má þar nefna fólk í miðasölu, skipstjóra, leiðsögumenn, vélstjóra, háseta, ýmsa handlagna menn sem sjá um almennt viðhald á bátum auk hins fasta starfsfólks á skrifstofu.


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld