Um Norðursiglingu
Norðursigling er fjölskyldufyrirtæki, stofnað á Húsavík árið 1995 og var fyrst hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir. Frá upphafi hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt, farþegum hefur fjölgað ört frá ári til árs og flotanum hefur fjölgað úr einu skipi í átta. Flest skipin eru gamlir, íslenskir eikarbátar. Auk hvalaskoðunar á Norðursigling og rekur veitingastaðinn Gamla Bauk, kaffihúsið Hvalbak og Húsavíkurslipp. Starfsemi Norðursiglingar setur mikinn svip á hafnarsvæði Húsavíkur.
Starfsfólk er að jafnaði um 20 manns yfir vetrartímann en talan fer allt upp í 120 manns yfir sumartímann.
Norðursigling hefur hlotið ýmsar viðurkenningar í gegnum árin og uppfyllir opinbera öryggisstaðla.