Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Steypireyður

Steypireyður   

 

Lengd: 20–30 metrar.
Þyngd: 110–190 tonn.
Alheimsstofnstærð: 3–4.000 dýr.
Lífslíkur: Um 90 ár.


Steypireyðurin er stærsta dýr sem nokkru sinni hefur lifað á jörðinni. Lengsta steypireyður, sem mæld hefur verið, var 33 ½ metri og sú þyngsta var nærri 200 tonn. Þrátt fyrir að þessir risar séu stærstu dýr jarðar lifa þeir nær einvörðungu á einhverjum smæstu lífverum sem finnast í sjónum, svifi og átu.


Steypireyður er skíðishvalur og talið er að einn stærsti stofn þessara tignarlegu dýra, 700–1000 dýr, leggi leið sína upp að ströndum Íslands yfir sumartímann. Steypireyðurin kemur upp að landinu á vorin og dvelur hér fram á haust. Um fengitímann leitar steypireyðurin suður á bóginn en vetrarstöðvar hennar eru óþekktar. Hún elur afkvæmi sín í Suðurhöfum og kálfurinn fylgir móður sinni til Íslands að vori.


Blástursstrókur er oftast fyrsta merki þess að hvalir séu í nánd. Blástur steypireyðar minnir einna helst á goshver og nær upp í allt að níu metra hæð. Steypireyðurin kemur upp þrisvar til fimm sinnum í röð til að anda áður en hún leggur í djúpköfun sem varir í sjö til tíu mínútur en oft mun lengur. Stundum lyftir hún sporðinum þegar hún stingur sér. Sporðblaðkan getur verið allt að 8 metrar á breidd.

 

Hlustaðu á upptöku af steypireyði í Skjálfanda

 

Steypireyður á Wikipedia


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld