Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Sandreyður

Sandreydur 

 

Lengd: 15–20 metrar.
Þyngd: 20–30 tonn.
Alheimsstofnstærð: 50.000–70.000 dýr.
Lífslíkur: Um 80 ár.


Sandreyðurin er skíðishvalur eins og steypireyður og langreyður.

 

Sandreyðar koma upp að ströndum Íslands á vorin eins og flest önnur stórhveli eftir vetrardvöl í Suðurhöfum. Þær halda sig að öllu jöfnu á meira dýpi en t.d. langreyðarnar eða 30–60 mílur vestur af landinu. Flestar halda til á þessum slóðum en þó sjást sandreyðar stundum undan Norður- og Suðurlandi. Það er talið að allt að 10.000 sandreyðar komi upp að ströndum landsins að sumarlagi. Fæða sandreyðarinnar er fyrst og fremst svif, áta og ýmiss konar smáfiskur, s.s. síli. Sandreyður er mjög dökk á lit, líkt og hrefna.

 

Blásturinn er nokkuð áberandi og sést nokkra stund við góð skilyrði. Oft má ruglast á sandreyði og stórri hrefnu. Ef vafi leikur á um tegundina má taka mið af stærð og óvenju háum bakugga sem stendur upp úr baki sandreyðarinnar. Sandreyðurin kemur upp þrisvar til fjórum sinnum í röð til að anda. Hún er yfirleitt fimm til sjö mínútur í kafi en stundum mun lengur. Sandreyður lyftir ekki sporðinum þegar hún stingur sér en þegar hún er í æti veltir hún sér oft í yfirborðinu.

 

Sandreyður á Wikipedia


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld