Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Langreyður

Langreyður 

 

Lengd: 20–25 metrar.
Þyngd: 50–80 tonn.
Alheimsstofnstærð: 120.000–150.000 dýr.
Lífslíkur: Um 90 ár.

 

Langreyður er skíðishvalur eins og steypireyður og tegundirnar eru náskyldar.
Langreyðar koma hingað á vorin og dvelja fram á haust. Þá er talið að langreyðar haldi sig djúpt vestur og suður af landinu yfir vetrartímann. Fjöldi langreyða á hafsvæðinu við Ísland hefur verið áætlaður á bilinu 16–19.000 dýr.

 

Langreyði má þekkja á litarhætti. Á hægri kjálka er áberandi hvítur eða ljós litur en vinstri kjálkinn er dökkgrár eða svartur. Það sama á við um skíðin. Skrokkurinn er dökkur en ljósar rákir eða sveipir með brúnum tóni liggja eins og „norðurljós“ um bakið.

 

Blásturinn er öflugur og sést við góð skilyrði oft langar leiðir. Langreyðurin kemur upp til að anda þrisvar til fimm sinnum í röð áður en hún kafar. Langreyður eru yfirleitt í kafi fimm til átta mínútur í senn en oft mun lengur. Langreyður lyftir mjög sjaldan sporðinum þegar hún stingur sér og leggur í djúpköfun og ef hún er í æti veltir hún sér oft í yfirborðinu.

 

Langreyður á Wikipedia


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld