Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Hrefna

Hrefna 

 

Lengd: 7–10 metrar.
Þyngd: 8–10 tonn.
Alheimsstofnstærð: Óviss, a.m.k. nokkur hundruð þúsund dýr.
Lífslíkur: Um 50 ár.

 

Hrefnan er næstminnsti skíðishvalurinn en er samt sem áður engin smásmíði. Hún getur orðið allt að tíu metrar að lengd og vegið tíu tonn. Karldýrin eru alla jafna minni eða sjö til átta metrar að lengd. Hrefnur í Norðurhöfum eru með hvít „armbönd“ eða rendur þvert yfir bægslin, ólíkt hrefnum í Suðurhöfum sem hafa alsvört bægsli.

 

Hrefnustofninn við Ísland er talinn vera um 50–60.000 dýr og mun að mestu staðbundinn á íslensku hafsvæði. Hrefna lifir fyrst og fremst á átu, síli og smáfiskum en einnig er talið að hluti fæðu hennar, 1-6%, séu ýmsir þorskfiskar.
Líkur á að sjá hrefnur í hvalaskoðunarferðum við Ísland eru mjög miklar eða 95–99%. Hrefnur hér við land eru einstaklega forvitnar og eftir því skemmtilegar. Þær eiga til að koma alveg upp að hvalaskoðunarbátunum til þess að virða fyrir sér fólkið eða til að skoða bátana sem þær eru farnar að þekkja eftir áralangar samvistir. Þegar hrefnan er í æti sést oft mjög lítið annað en stuttur blástur, svart bak og hár bakuggi áður en hún hverfur.

 

Hrefnan blæs og andar þrisvar til fjórum sinnum í röð áður en hún stingur sér. Hún getur kafað í allt að tuttugu mínútur í senn en venjulega er hún ekki nema þrjár til fimm mínútur í kafi. Hún lyftir sporðinum ekki upp úr sjónum en skýtur oft upp kryppu með afturbolnum áður en hún hverfur í djúpið. Fyrir kemur að hrefnan stökkvi upp úr sjónum og þá oft í röð.

 

Hrefna á Wikipedia


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld