Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Hnúfubakur

Hnúfubakur 

 

Lengd: 13–17 metrar.
Þyngd: 25–40 tonn.
Alheimsstofnstærð: 10.000–15.000 dýr.
Lífslíkur: Um 95 ár.

 

Hnúfubakar koma upp að ströndum Íslands á vorin eins og flest stórhvelin. Þeir koma sunnan úr höfum frá vetrarstöðvunum, sem eru t.d. í Mexíkóflóa. Hnúfubakar halda sig mikið á grunnslóð hér við land og koma oft inn á firði og flóa í ætisleit. Fjöldi er óviss en talið er að 1.500–1.800 dýr komi hingað yfir sumartímann. Fæða hnúfubaksins er fyrst og fremst svif, áta og smáfiskur, s.s. sandsíli og loðna.

 

Hnúfubakurinn eru skíðishvalur en helsta sérkenni tegundarinnar eru gríðarlöng bægsli. Þau geta orðið fimm til sex metra löng og hnúfubakurinn sveiflar þeim stundum upp úr sjónum og lemur þeim í yfirborðið, að því er virðist í leik. Einnig kemur fyrir að hann veltir sér í yfirborðinu og stekkur jafnvel upp úr sjónum með miklum bægslagangi. Á höfði og bægslum má sjá mikið af hrúðukörlum sem setjast á hvalinn stuttu eftir fæðingu og vaxa þar og dafna meðan hvalurinn lifir.

 

Blástur hnúfubaksins er öflugur og varir nokkra stund. Hann kemur upp til að anda þrisvar til fjórum sinnum áður en hann kafar. Hann eru yfirleitt fimm til sjö mínútur í kafi en stundum mun lengur. Þegar hnúfubakur fer í djúpköfun lyftir hann nánast alltaf sporðinum upp úr sjónum. Þá koma í ljós einstök „fingraför“ hnúfubaksins, þ.e.a.s. sérstök hvít litamynstur neðan á sporðblöðkunni sem nota má til þess að greina að einstaklinga.

 

Myndir af sporðum hnúfubaka eru mjög mikilvæg greiningargögn. Því viljum við hvetja lesendur að halda myndum af sporðum hnúfubaka til haga ásamt nánari upplýsingum um hvar og hvenær þær eru teknar. Hvalamiðstöðin á Húsavík safnar gögnum og myndum af hvölum og þiggur allar slíkar myndir með þökkum.

 

Hlustaðu á upptökur af hnúfubak í Skjálfanda

 

Hnúfubakur á Wikipedia


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld