Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Hnísa

Hnísa 

Lengd: 1,5–2 metrar.
Þyngd: 55–70 kíló.
Alheimsstofnstærð: Óþekkt.
Lífslíkur: Um 30 ár.

 

Hnísan er minnsta hvalategundin hér við land en afar algeng. Stofninn er líklega um 25–27.000 dýr. Hnísur fara oft saman í hópum þó svo að stundum megi rekast á stök dýr. Hnísur er helst að finna inni á fjörðum og flóum enda kunna þær best við sig á grunnsævi. Þá hafa hnísur sést í árósum.

 

Hnísan er tannhvalur eins og höfrungurinn en tilheyrir sérstakri ættkvísl.

Helsta fæða hnísunnar er ýmsir smáfiskar, síli, loðna og síld. Hún reynir stundum að næla sér í fisk sem fastur er í netum og geldur oft fyrir það með lífi sínu því talsvert er um það að hnísan festist í veiðarfærum og drepist.

 

Erfitt er að koma auga á þetta smáhveli. Oft sést litlum bakugga bregða fyrir örskotsstund en svo tekur hnísan á rás og er horfin eins og hendi sé veifað.
Í hvalaskoðunarferðum er algengt að sjá hnísuhópa fara með bægslagangi. Hóparnir forðast yfirleitt skip og báta þótt stundum nálgist þeir hvalaskoðunarbáta með litlu afkvæmin sín

 

Hnísa á Wikipedia


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld