Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Háhyrningur

hahyrningur 

 

Lengd: 6–9 metrar.
Þyngd: 3–9 tonn.
Alheimsstofnstærð: Óþekkt.
Lífslíkur: Um 50 ár.

 

Háhyrningurinn er líklega einhver þekktasta hvalategund veraldar, ekki síst vegna þeirrar athygli sem fangaðir háhyrningar hafa hlotið í sædýrasöfnum um heim allan. Frægasti háhyrningur allra tíma, „Keiko“ – stjarna „Free Willy“ kvikmyndanna kom aftur til landsins haustið 1998 þegar flugvél Bandaríkjahers kom með hann til Vestmannaeyja. Honum var þó sleppt út í náttúruna nokkrum árum síðar en drapst undan ströndum Noregs árið 2003 vegna lungnasjúkdóms.

 

Háhyrningurinn eru tannhvalur og tilheyrir höfrungaætt. Hann er „fjölskyldudýr“, oft halda fimm til tíu saman hópinn. Fjölskyldur háhyrninga samanstanda af kvendýrum og afkomendum þeirra. Eiginlegir pabbar finnast ekki í fjölskyldunni þar sem karldýrin yfirgefa hana yfir fengitímann og makast með kvendýrum úr öðrum fjölskyldum.

 

Háhyrningastofninn við Ísland er talinn vera staðbundinn og telur um 5.000 dýr. Hópar háhyrninga sjást allt umhverfis landið, einna helst á síldarmiðunum undan Austfjörðum, Suður- og Vesturlandi. Að sumrinu sjást háhyrningar oft nærri landi, inni á fjörðum og flóum, en yfir veturinn halda þeir sig á meira dýpi. Auðvelt er að þekkja háhyrninginn á svart-hvíta litnum og háum bakugganum sem getur orðið 1,8 metrar á hæð hjá karldýrinu.

 

Háhyrningurinn syndir allra hvala hraðast og getur náð um 50 kílómetra hraða á klukkustund. Hann getur verið í kafi allt að tuttugu mínútum í senn en venjulega kemur hann upp aftur eftir u.þ.b. fimm mínútur. Hann blæs þrisvar til fjórum sinnum í röð áður en hann stingur sér og leggur í djúpköfun.
Háhyrningar við Íslandsstrendur lifa fyrst og fremst á síld en dæmi eru til að þeir ráðist á seli og jafnvel aðra hvali en sá einstæði atburður varð sumarið 2008 að farþegar tveggja báta Norðursiglingar urðu vitni að því þegar hópur háhyrninga réðst á hrefnu og drap hana. Sjá nánar hér.

 

Háhyrningur á Wikipedia

- ath. textinn er á ensku


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld