Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Grindhvalur

Grindhvalur

 

Lengd: 4–8 metrar.
Þyngd: 2–5 tonn.
Alheimsstofnstærð: Óþekkt, en áætluð mörg hundruð þúsund dýr.
Lífslíkur: Um 40 ár.

 

Grindhvalurinn er af ætt höfrunga og algengur við Ísland. Talið er að stofninn, sem heldur sig á íslensku hafsvæði, sé um 35.000 dýr. Grindhvalir fara oft saman í stórum hópum, svokölluðum "vöðum", þó svo að stundum megi sjá stök dýr. Þeir sjást helst við suð-austur-, suður og vesturströndina síðsumars og á haustin.

 

Bakuggi grindhvalsins er hár og liggur framarlega á bakinu. Sporðblaðkan er lítil en sést oftast þegar hvalurinn stingur sér.

 

Grindhvalurinn er yfirleitt fimm til tíu mínútur í kafi í senn en stundum lengur. Vitað er til að grindhvalurinn hafi kafað allt niður á 600 metra dýpi en yfirleitt aflar hann sér fæðu, sem aðallega er smokkfiskur og ýmsar fiskitegundir, á minna dýpi, eða 30–60 metrum. Í hvalaskoðunarferðum má stundum sjá stórar grindhvalavöður á hægu sundi rétt við yfirborð sjávar en ekki fer mörgum sögum af loftfimleikum grindhvala.

 

Grindhvalur á Wikipedia

- ath. textinn er á ensku


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld