Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Búrhvalur

Búrhvalur

 

Lengd: 12–18 metrar.
Þyngd: 30–50 tonn.
Alheimsstofnstærð: Óviss, a.m.k. nokkur hundruð þúsund dýr.
Lífslíkur: Um 70 ár.

 

Búrhvalurinn er stærstur tannhvala. Hann kemur upp að ströndum Íslands á vorin eftir vetrardvöl í Suðurhöfum. Búrhvalir halda sig mest á djúpslóð þar sem skilyrði til fæðuöflunar eru best. Þeir 1.200–1.400 búrhvalir sem leggja leið sína á íslenskt hafsvæði að sumarlagi eru stakir tarfar sem hafa orðið undir í baráttunni um kýrnar. Þær halda til í Suðurhöfum ásamt sterkustu karldýrunum.

 

Helsta einkenni búrhvalsins er gríðarstórt höfuð sem getur numið allt að þriðjungi af heildarlengd hvalsins. Blásturinn er nokkuð hár og öflugur og berst út til vinstri hliðar frá blástursholunni sem er fremst vinstra megin á höfði hvalsins.

 

Búrhvalurinn getur verið lengi í kafi eða lengur en klukkustund. Algengt er að köfun vari aðeins í 30–40 mínútur. Þegar hann kemur upp til að anda marar hann gjarnan í hálfu kafi í fimm til tíu mínútur áður en hann leggur í djúpköfun. Oftast sveiflar hann stirtlu og sporði upp úr sjónum um leið og hann hverfur í djúpið.

Búrhvalurinn lifir fyrst og fremst á smokkfiski, karfa, grálúðu, skötusel og fleiri fisktegundum, en í Suðurhöfum eru stórir kolkrabbar ofarlega á matseðli hans.

 

Moby Dick úr samnefndri skáldsögu Hermans Melvilles er án efa frægasta dæmið um kraft og lífsþrótt búrhvalsins.

 

Búrhvalur á Wikipedia


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld