Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Andarnefja

Andarnefja   

 

Lengd: 7–9 metrar.
Þyngd: 6–8 tonn.
Alheimsstofnstærð: Óþekkt.
Lífslíkur: Um 50 ár.

 

Andarnefjan er álíka stór og hrefna en mjög ólík henni. Andarnefjan, sem er brúnleit á lit, er fremur sjaldséð inni á fjörðum og flóum en heldur sig frekar þar sem djúpt er og mun engin hvalategund kafa dýpra en andarnefjan nema búrhvalurinn. Íslenskir vísindamenn telja að andarnefjustofninn á íslensku hafsvæði sé um 40.000 dýr. Hún heldur sig mest djúpt suðaustur af Íslandi yfir vetrartímann en kemur nær landi á sumrin. Andarnefjan lifir fyrst og fremst á fiskmeti, til dæmis síld. Þrátt fyrir að andarnefjan sé tannhvalur hefur hún ekki nema 2-4 tennur og þá einungis karldýrið, kvendýrið er tannlaust.

 

Andarnefjan getur verið rúma klukkustund í kafi í senn en venjulega kemur hún úr kafi innan hálftíma. Blásturinn er lítill og sést illa, hún blæs þrisvar til fjórum sinnum í röð áður en hún leggur í djúpköfun. Þá setja þær oft kryppu á afturbolinn þegar þær stinga sér. Andarnefjan lyftir sporðinum sjaldan upp úr sjó en hefur sést stökkva.

 

Andarnefja á Wikipedia


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld