Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Hljóð hnýðingsins

Hnýðingur er algengasta höfrungategundin við Íslandsstrendur. Hér að neðan eru tvær hljóðupptökur úr Skjálfandaflóa.

Bergmálsmiðun með smellum

Allt árið um kring má heyra blístur og bergmálsmiðun (e. echolocation) höfrunga í Skjálfandaflóa. Í þessari upptöku má heyra virka bergmálsmiðun frá hnýðingum í Skjálfanda. Líkt og aðrir tannhvalir nýta höfrungar taktfasta bergmálsmiðun til að rata um hin myrku undirdjúp og til þess að staðsetja bráðina. Taktföst bergmálsmiðun virkar svipað og hljóðsjá kafbáta. Hægt hefur verið á upptökunni um þriðjung til þess að mannseyrað greini bergmálsmiðunina betur.

 

 

Smellir

Höfrungablístur

Líkt og aðrar höfrungategundir, blístra hnýðingar á ýmsa vegu í félagslegum tilgangi. Þeir geta blístrað á mjög hárri tíðni, allt að 35 kHz, sem er hærra en flestum höfrungategundum er kleift. Til viðmiðunar er heyrnarsvið mannsins 20 Hz-20kHz. Við getum því ekki heyrt hæstu tíðni höfrunganna nema með því að hægja á upptökunum. Í þessari hljóðskrá er blístrið innan heyrnarsviðs mannsins og því hægt að hlusta á upptökuna án nokkurra breytinga.

Þessi blístur voru tekin upp í Skjálfanda að vori. Blístrin segja okkur að tilgangur hljóðanna sé félagslegur og þeir séu ekki á ferðalagi eða í hvíld. Inn á milli blístra má heyra bergmálsmiðunarsuð sem hefur þann tilgang að rata eða staðsetja hluti, eins og til dæmis bráð eða jafnvel leikföng.

 

 

Blístur


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld