Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Hljóð hnúfubaksins

Hnúfubakurinn er ein af algengustu hvalategundum við Ísland og margir hafa heyrt getið hins fræga söngs hnúfubaksins. Hér að neðan eru þrjár ólíkar hljóðupptökur af hnúfubökum í Skjálfandaflóa.

Hugsanlegt mökunarkall

Þessi köll eru frá hnúfubak og voru tekin upp í Skjálfandaflóa um miðjan vetur. Hljóðin eru að öllum líkindum mökunarköll þar sem þau eru tekin um miðjan fengitíma hnúfubaka þegar magn æxlunarhormóna er í hámarki. Margir hnúfbakar sem eyða sumartímanum við Ísland fjölga sér á vetruna í Vestur-Indíum. Þessar upptökur benda til að hugsanlega reyni einhverjir hnúfubakar að æxlast í köldum sjó við Ísland á veturna.

 

 

Hnúfubakshljóð

Ætis eða félagslegt hljóð

Þessi tegund hljóðs hefur aðallega heyrst yfir sumartímann þegar hnúfubakar eru í æti. Í örfáum tilfellum hefur svona hljóð verið tekið upp um vetur. Talið er það geti verið samskiptatækni milli hnúfubaka þar sem þeir eru í æti.

 

 

Hnúfubakshljóð

„eee“ hljóðið

Þetta er hljóð frá hnúfubak og var tekið upp um sumartíma í Skjálfandaflóa. Hljóðið hefur fengið nafnið „eee“ hljóðið og er tengt æti en hnúfubakar gefa það jafnan frá sér á leið upp að yfirborðinu eftir át. Þetta hljóð hefur einungis heyrst á upptökum frá sumartímanum.

 

 

Hnúfubakshljóð


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld