Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Svartbakur (Larus marinus)

 

SvartbakurLengd: 64-70 cm

Þyngd: 1.370-2.300 g

Vænghaf: 150-165 cm

Stofnstærð: 15.000-30.000 pör

 

Svartbakur er stærsta máfategundin á Íslandi. Hann verpir um allt land en er fyrst og fremst við ströndina. Svartbakurinn er tækifærissinnaður í fæðuvali og nýtir það sem í boði er hverju sinni. Hann sækir talsvert í úrgang frá manninum en annars lifir hann á ýmsu sjávarfangi s.s. fiskum, kröbbum, lindýrum og á það til að taka unga og jafnvel fullorðna fugla. Vegna fugladráps er svartbakurinn illa liðinn af mörgum, sérstaklega bændum sem eru með æðarvarp. Talsvert er um að þeir séu drepnir af þeim sökum en svartbakurinn er einn fjögurra fuglategunda á Íslandi sem veiða má allt árið. Svartbaksegg eru nýtt til matar og þykja góð.

 

Svartbakar verpa dreift með ströndinni allt í kring um Skjálfandaflóa sem og úti í eyjum og sjást oft í hvalaskoðunarferðum.


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld