Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Skúmur (Stercorarius skua)

 

SkúmurLengd: 57 cm

Þyngd: 1.200-1.800 g

Vænghaf: 132-140 cm

Stofnstærð: 5.000-6.000 pör

 

Skúmur er stór og kröftugur sjófugl. Hann verpir á söndum í grennd við sjó og ver egg og unga af miklu harðfylgi. Þeir steypa sér að fólki, hundum og búfénaði og eiga til að slá með fótum sem hafa beittar klær. Aðal heimkynni skúmsins á Íslandi eru stóru sandarnir á Suðurlandi. Skúmar afla sér fæðu að verulegu leyti með því að ráðast á aðra fugla og neyða þá til að sleppa fæðu sinni. Einnig taka þeir egg, unga og drepa fullorðna fugla svo sem endur og fýla.

 

Skúmar eru algengir á Skjálfanda og sjást oft frá hvalaskoðunarbátum. Næsta skúmsvarp er í Öxarfirði sem er eina varpið á Norðurlandi.


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld