Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Silfurmáfur (Larus argentatus)

 

SilfurmáfurLengd: 58-62 cm

Þyngd: 770-1.430 g

Vænghaf: 138-155 cm

Stofnstærð: 5.000-10.000 pör

 

Silfurmáfur er nýlegur varpfugl á Íslandi sem hóf að verpa upp úr 1925. Hann er algengur með ströndinni um allt land nema á Vesturlandi þar sem hvítmáfur ræður ríkjum. Þessar tvær tegundir eiga það til að kynblandast og má stundum sjá fugla sem bera útlitseinkenni beggja tegunda. Silfurmáfar sækja sér fæðu fyrst og fremst út á sjó eða í fjöru en lítið inn til landsins. Fæðan er ýmislegt sjávarfang frá krabbadýrum upp í fiska eins og síld, þá sækir hann einnig í úrgang frá manninum.

 

Ekki er vitað hvenær silfurmáfur hóf varp við Skjálfanda en hann er nú algengastur stóru máfanna og verpir bæði við ströndina og úti í eyjum. Því er mjög algengt að sjá silfurmáfa úti á Skjálfanda.


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld