Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Sílamáfur (Larus fuscus)

 

SílamáfurLengd: 52-54 cm

Þyngd: 950-1.100 g

Vænghaf: 135-155 cm

Stofnstærð: 25.000 pör

 

Sílamáfurinn hóf að verpa á Íslandi á fyrrihluta síðustu aldar og er nú varpfugl um mest allt land. Stærstur hluti stofnsins verpir á Suðvesturlandi en sílamáfurinn verpir oftast á svæðum með litlum eða lágvöxnum gróðri. Hann er algjör farfugl og sést ekki hér við land yfir háveturinn en er með fyrstu farfuglum á vorin. Sílamáfurinn lifir á margs kyns sjávarfangi, brottkasti frá vinnslustöðvum og einnig tína þeir mikið upp af hryggleysingjum á landi. Þá taka þeir bæði egg og unga annarra fugla.

 

Sílamáfar eru ekki algengir varpfuglar við Skjálfanda en sjást þó gjarnan við Húsavík og úti á sjó. Helsta varp þeirra í Þingeyjarsýslum er upp með Skjálfandafljóti.


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld