Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Óðinshani (Phalaropus lobatus)

 

ÓðinshaniLengd: 17 cm

Þyngd: 30-49 g

Vænghaf: 32-41cm

Stofnstærð: 50.000-100.000 pör

 

Óðinshani er lítill vaðfugl sem ólíkt öðrum vaðfuglum er með sundblöðkur á tánum og er því vel syndur. Varpsvæði óðinshana er lífrík votlendi. Varphættir óðinshanans eru óvenjulegir að því leyti að karlfuglinn sér um að liggja á eggjum og ala upp ungana. Kvenfuglarnir sem eru skrautlegri fara fljótlega eftir að varpskyldum líkur að hópa sig og búast til brottfarar. Óðinshaninn er með síðustu farfuglum til að mæta á vorin og með þeim fyrstu til að yfirgefa landið á haustin. Vetrarstöðvarnar eru úti á sjó fjarri Íslandsmiðum.

 

Óðinshana er algengt að sjá síðsumars á Skjálfanda. Þar tína þeir dýrasvif úr yfirborðinu og undirbúa sig undir farflug til suðrænni slóða.


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld