Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Lundi (Fratercula arctica)

 

LundiLengd: 32 cm

Þyngd: 364-605 g

Vænghaf: 47-65 cm

Stofnstærð: 3.000.000 pör

 

Lundinn er algengur um allt land enda lundastofninn stærsti fuglastofn landsins. Hann verpir í byggðum við ströndina og í eyjum. Algengast er að lundinn grafi sér holur til að verpa í en einnig fer hann inn í sprungur í bergi og í urðir. Dæmigerður lundavarpstaður er því iðjagræn og sundurgrafin grasbrekka. Utan varptíma heldur lundinn sig úti á reginhafi. Lundinn lifir á smáfiski, fyrst og fremst sandsíli og loðnu. Lundinn hefur verið mikið nýttur til átu og er hann þá veiddur í háf.

 

Lundinn verpir á öllum eyjum á og við Skjálfandaflóa en einnig yst á Tjörnesi. Heildarfjöldi para á svæðinu er rúmlega 100.000 pör. Hann er því mjög algengur og auðséður á sjó.


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld