Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Kría (Sterna paradisaea)

 

KríaLengd: 38 cm

Þyngd: 92-135 g

Vænghaf: 75-80 cm

Stofnstærð: 200.000-300.000 pör

 

Krían er meðal þeirra tegunda sem fljúga lengst á milli varp- og vetrarstöðva. Að loknum varpi flýgur hún héðan suður á bóginn, allt suður undir Suðurskautslandið þar sem hún heldur sig að vetrinum. Krían verpir í þéttum byggðum um allt land. Mest er af henni við sjávarsíðuna en einnig er hún við vötn og votlendissvæði inn til landsins. Krían er þekkt fyrir að verja hreiður af miklu harðfylgi og því sækja aðrar fuglategundir í að verpa í nábýli við hana. Hún lifir fyrst og fremst á smáfiski sem hún steypir sér eftir en einnig tekur hún skordýr á flugi.

 

Mörg kríuvörp eru við Skjálfanda og skipta pörin þúsundum. Stærsta varpið er við Mánárbakka með um 2000 pör. Út frá vörpunum leita kríurnar ætis í Skjálfanda.


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld