Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Fýll (Fulmarus glacialis)

 

FýllLengd: 47 cm

Þyngd: 650-1000 g

Vænghaf: 102-112 cm

Stofnstærð: 1-2 milljónir para

 

Fýlar eru með algengustu fuglum landsins. Þeir verpa í sjávarhömrum um allt land og sumstaðar einnig inn til landsins. Fæðu sína sækja fýlarnir til sjávar og geta flogið hundruð kílómetra í fæðuleit. Fýllinn er ekki sérhæfður í fæðuvali heldur nýtir það sem aðgengilegast er hverju sinni við yfirborð sjávar. Rannsóknir sýna að mikilvægasta fæða þeirra við Norðausturland er ýmis konar brottkast frá fiskiskipum enda sjást þeir oft í hópum á eftir þeim. Einnig veiða þeir talsvert af loðnu og krabbadýrum.

 

Fýlar eru mjög algengir á Skjálfanda en þeir verpa beggja vegna hans og í eyjum. Um 3.000 pör verpa við vestanvert Tjörnes, Mánáreyjar og Lundey.


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld