Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Æðarfugl (Somateria mollissima)

 

ÆðarfuglLengd: 54-62 cm

Þyngd: 1.200-2.600 g

Vænghaf: 80-108 cm

Stofnstærð: 300.000 pör

 

Æðarfugl er eina andartegundin á Íslandi sem er bundin við sjóinn allt árið um kring. Reyndar sækir hann stundum upp í ár til að verpa en fer með ungana til sjávar eftir klak. Á varptíma reytir æðarkollan af sér dún sem hún fóðrar hreiðrið með. Þessi dúnn er svo nýttur af bændum sem selja hann í sængur. Til að ná sem mestum dún hafa margir skapað góðar varpaðstæður fyrir kollurnar með því að gera hreiðurskjól og halda afræningjum frá. Í gegn um tíðina hefur víða skapast mikið traust milli æðarkollanna og bændanna sem í sumum tilvikum geta klappað kollunum á hreiðrunum. Æðarfugl lifir að mestu á kræklingi og er algengur um allt land.

 

Æðarfuglar eru algengir við Skjálfandaflóa og eru stærstu vörpin við Laxamýri, Héðinshöfða og í Flatey.


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld