Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Fuglar Skjálfanda

Fuglar eru stór hluti lífríkisins í Skjálfandaflóa og fjöldi fuglategunda verpir við flóann eða í nágrenni hans. Eyjarnar Flatey og Lundey eru mikilvægar varpstöðvar auk þess sem Rauðinúpur, ein af fjórum súluvarpstöðvum landsins, er skammt undan. Fuglarnir geta gefið vísbendingar um hvar skal leita að hvölum því algengt er að sjá hvali og fugla í æti á sama svæðinu. Súlur í veiðihug, lundar að taka á loft, kappsamar kríur og flugfimir fýlar eru dýrmætir þættir í hvalaskoðunarferðum og auka sannarlega ánægju áhorfenda.

Eftirfarandi eru frekari upplýsingar um helstu tegundir fugla í Skjálfandaflóa.

 

Fýll

Fýll

Fýlar eru með algengustu fuglum landsins. Þeir verpa í sjávarhömrum um allt land og sumstaðar einnig inn til landsins. Fæðu sína sækja fýlarnir til sjávar og geta flogið hundruð kílómetra í fæðuleit.

Meira

 

Kría

Kría

Krían er meðal þeirra tegunda sem fljúga lengst á milli varp- og vetrarstöðva. Að loknum varpi flýgur hún héðan suður á bóginn, allt suður undir Suðurskautslandið þar sem hún heldur sig að vetrinum.

Meira

 

Lundi

Lundi

Lundinn er algengur um allt land enda lundastofninn stærsti fuglastofn landsins. Hann verpir í byggðum við ströndina og í eyjum.

Meira

 

Súla

Súla

Súla er stærsti sjófuglinn við Ísland, afar tignarleg og oft kölluð drottning Atlantshafsins. Hún verpir í byggðum á eyjum og dröngum á nokkrum stöðum við Ísland.

Meira

 

Langvía

Langvía

Langvíur verpa í fuglabjörgum víða um land og er stofninn gríðarstór. Þær verpa margar saman á breiðum syllum í björgum. Eggin eru mjög keilulaga og rúlla því síður fram af brúninni.

Meira

 

Stuttnefja

Stuttnefja

Stuttnefjan er hánorrænn fugl sem hefur farið fækkandi hér við land. Hún verpur í björgum eins og langvían en velur sér gjarnan minni syllur.

Meira

 

Teista

Teista

Teistur eru um allt land þar sem skilyrði eru fyrir hana. Hún verpir í sjávarurðum og eru eggin yfirleitt tvö en eitt hjá öðrum svartfuglum.

Meira

 

Dílaskarfur

Dílaskarfur

Dílaskarfar verpa um vestanvert landið, í Breiðafirði og Faxaflóa. Utan varptíma dreifast þeir og sjást með ströndinni umhverfis allt landið.

Meira

 

Æðarfugl

Æðarfugl

Æðarfugl er eina andartegundin á Íslandi sem er bundin við sjóinn allt árið um kring. Reyndar sækir hann stundum upp í ár til að verpa en fer með ungana til sjávar eftir klak.

Meira

 

Kjói

Kjói

Kjói er algengur um land allt. Hann er farfugl sem heldur sig á sjó á suðurhveli jarðar en verpir á norðlægum slóðum.

Meira

 

Skúmur

Skúmur

Skúmur er stór og kröftugur sjófugl. Hann verpir á söndum í grennd við sjó og ver egg og unga af miklu harðfylgi. Þeir steypa sér að fólki, hundum og búfénaði og eiga til að slá með fótum sem hafa beittar klær.

Meira

 

Hettumáfur

Hettumáfur

Hettumáfur er nýlegur varpfugl á Íslandi sem hóf að verpa í byrjun síðustu aldar. Hann er nú útbreiddur á láglendi um mest allt land.

Meira

 

Sílamáfur

Sílamáfur

Sílamáfurinn hóf að verpa á Íslandi á fyrrihluta síðustu aldar og er nú varpfugl um mest allt land. Stærstur hluti stofnsins verpir á Suðvesturlandi en sílamáfurinn verpir oftast á svæðum með litlum eða lágvöxnum gróðri.

Meira

 

Silfurmáfur

Silfurmáfur

Silfurmáfur er nýlegur varpfugl á Íslandi sem hóf að verpa upp úr 1925. Hann er algengur með ströndinni um allt land nema á Vesturlandi þar sem hvítmáfur ræður ríkjum.

Meira

 

Svartbakur

Svartbakur

Svartbakur er stærsta máfategundin á Íslandi. Hann verpir um allt land en er fyrst og fremst við ströndina. Svartbakurinn er tækifærissinnaður í fæðuvali og nýtir það sem í boði er hverju sinni.

Meira

 

Rita

Rita

Ritan er máfategund sem verpir í þéttum byggðum í sjávarbjörgum allt umhverfis Ísland. Hreiðrið sem ritan staðsetur á litlum syllum er gert úr mosa og sinu sem límt er saman með driti.

Meira

 

Álka

Álka

Álka verpir um allt land. Hún velur sér varpstað fyrst og fremst í urðum undir björgum en einnig í sprungum eða glufum í björgum.

Meira

 

Óðinshani

Óðinshani

Óðinshani er lítill vaðfugl sem ólíkt öðrum vaðfuglum er með sundblöðkur á tánum og er því vel syndur. Varpsvæði óðinshana er lífrík votlendi.

Meira


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld