Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Fréttir Noršursiglingar

16. nóvember 2016

Siglingin til Tromsö gengur vel

Sigling Opal og Hildar yfir hafið til Tromsö í Noregi gengur vel en skipin lögðu úr höfn á Húsavík, mánudaginn 14. nóvember.

 

Um kl. 11:30 í morgun voru þau rúmlega hálfnuð og staðsett á 67°03.054 norður,  2°56.939 vestur og stefnan var 72,8°. Sjá staðsetningu á korti:

 

 

Athugið að á korti frá Marine Traffic sem hægt er að skoða hér til að fylgjast með ferðum skipanna geta þau dottið út en það á sér eðlilegar tæknilegar skýringar.

 

Samkvæmt síðustu fréttum frá því í morgun gengur allt vel og veðrið gott. Tímasetning brottfara miðaðist við að ná sem þægilegastri siglinu yfir hafið og allt stefnir í að svo verði. 

 

Nú eru skipstjórarnir að velta fyrir sér að taka siglingu inn í gegnum skerjagarðinn við Lofoten enda einstaklega fallegt umhverfi. Áætlaður komutími er á laugardag eða sunnudag.

 

- Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri.

 

 Opal og Hildur leggja af stað á mánudaginn
Opal og Hildur leggja í hann frá Húsavík.

 


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld