Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Skonnortan Opal

Opal undir seglum ii

Skonnortan Opal er nýjasta viðbótin við flota Norðursiglingar. Skipið var smíðað af skipasmíðastöðinni Bodenwerft í Damgarten, Þýskalandi árið 1951 sem togari og var við veiðar á Eystrarsalti, í Norðursjó og Barentshafi. Árið 1973 hófu nýjir eigendur endurbyggingu skipsins. Á 8 árum (1973-1981) var Opal breytt í þá glæsilegu tveggja mastra skonnortu sem hún er í dag. Skipið hefur siglt um allan heim, t.d. siglt yfir Atlantshaf nokkrum sinnum og alltaf einstaklega vel viðhaldið. Opal var í eigu sömu aðila allt frá endurbyggingu til ársins 2013 er hún bættist við flota Norðursiglingar. Nú hefur Opal verið búin enn betur út sem leiðangursskip. Í Opal eru sex tveggja manna káetur, þrjú baðherbergi, tvær sturtur auk aðstöðu fyrir áhöfn. 
Skipið er mjög rúmgott og þægilegt fyrir allt að 12 farþegum auk áhafnar í lengri leiðangrum og allt að 60 farþegum í dagsferðum.

 

Upplýsingar

 

BT: 65
ML: 32 m (skrokkur 22m)
B: 7 m
Flatarmál segla: 380 m2
Skrokkur: Eik
Smíði: Damgarten, Þýskaland
Byggt/endurbyggt: 1951/1973–1981
Farþegar: 60
Vél: Scania
kW/hö: 209/288
Höfn: Húsavík
Fáni: Ísland


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld