Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Skonnortan Hildur

Hildur á siglingu

Hildur var byggð á Akureyri árið 1974 af skipasmiðunum Gunnlaugi og Trausta. Trausti og synir urðu síðar góðvinir Norðursiglingar og aðstoðuðu við endurbyggingu allra bátanna. Eigendur Norðursiglingar kynntust þannig einstökum hæfileikum þeirra og áhuga á eikarbátum og settu sér það markmið að eignast síðar einn stóru bátanna þriggja sem voru byggðir í skipasmíðastöð þeirra. Það var svo sumarið 2009 sem Hildur sigldi inn höfnina á Húsavík þar sem hún var tekin upp í slipp og undirbúin fyrir siglingu til Danmerkur. Ferðin þangað tók 10 daga og í skipasmíðastöð Christian Jonsson í Engernsund var bátnum breytt í tveggja mastra skonnortu.

Upplýsingar

BT: 

35
ML: 26 m (skrokkur 18 m)
B: 4,8 m
Flatarmál segla:

250 m2

Skrokkur: Eik
Smíði: Akureyri
Byggt/endurbyggt: 1974/2010
Farþegar: 50
Vél: Scania
kW/hö: 105/141
Höfn: Húsavík
Fáni: Ísland

Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld